Umræður um utanþingsstjórn

Í tilefni af  umræðu sem orðið hefur í netheimum í dag vegna ummæla minna í útvarpsviðtali í morgun á Útvarpi Sögu, um mögulega utanþingsstjórn í upphafi árs 2009, langar mig að vekja athygli á eftirfarandi.

Í viðtalinu sagði ég efnislega að á sólarhringunum í kring um stjórnarslitin í janúar 2009, hafi ástandið verið svo brothætt, að forsetinn hafi talið mögulegt að stjórnmálaflokkarnir myndu ekki ráða við hlutverk sitt að mynda ríkisstjórn. Því var það skylda forsetans að hugleiða með sjálfum sér hvernig þá væri hægt að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust á þessum hættutímum.

Þessar vangaveltur voru að sjálfsögðu ekki ræddar við nokkurn mann, enda kom í ljós í samfelldri fundalotu sem forsetinn átti með formönnum allra stjórnmálaflokka, sólarhringinn eftir að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks baðst lausnar, að hægt væri að tryggja að minnihlutastjórn yrði varin vantrausti, enda yrði boðað til þingkosninga innan fárra mánaða.

Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið.

Umræður

4 svör

  1. Þar höfum við það. Munum hvað ástandið var eldfimt svo það var eðlilegt að forsetinn velti þessum möguleika fyrir sér.

  2. Hlustaði á allt viðtalið í morgun, þar kom skýrt fram að einungis var um að ræða hugarheim forsetans.

  3. Guðjón Emil Arngrímsson 16.05.12 at 04:24 Svara

    Jamm, menn geta verið ansi stíflaðir..

  4. Viljum Staðfastan og traustan torseta, það er Ólafur Ragnar.

Bæta við umræðu